Skurk og Röskun á Græna hattinum 19. október
- skurkmetal
- Sep 28, 2017
- 1 min read

SKURK
Þungarokkssveitin Skurk gaf út plötuna Blóðbragð í mars síðastliðnum, og mun halda veglega útgáfutónleika á Græna Hattinum fimmtudaginn 19. október næstkomandi. Platan hefur verið að fá góða dóma bæði innanlands og utan, og fékk t.a.m. frábæra dóma hjá Extreme Metal Voyager.
Skurkarar eru: Guðni Konráðsson - söngur og gítar,
Hörður Halldórsson - gítar,
Jón Heiðar Rúnarsson - bassi,
Kristján B. Heiðarsson - trommur. RÖSKUN Hljómsveitin Röskun frá Akureyri hefur starfað síðan 2013 og er skipuð góðkunningjum þungarokksins á Norðurlandi. Sveitin mun að mestu spila efni af sinni fyrstu breiðskífu sem sveitin gaf út í janúar á þessu ári. Platan ber nafnið „Á brúninni,“ og er heilsteypt og átakanleg konseptplata sem fjallar um geðveikan einstakling sem sogast inn í svarthol eigin ranghugsana.
Meðlimir sveitarinnar eru:
Ágúst Örn Pálsson – gítar og söngur,
Heiðar Brynjarsson – trommur,
Magnús Hilmar Felixson – bassi og söngur,
Þorlákur Lyngmo – gítar og söngur Í samstarfi við Græna Hattinn og Röskun, Norðurhjararokk og Inconsistency records. Hér er hægt að nálgast miða
Kommentare